- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fyrsta tölublað Stundarinnar er komið út. Blaðið er nú komið á helstu sölustaði þar sem hægt er að nálgast það í lausasölu og verið er að vinna í því að koma blaðinu til áskrifenda, en margir þeirra sem gerðust ásrkifendur í með framlagi í gegnum karolina Fund munu hafa sleppt að skrifa heimilsifang sitt og segja aðstandendur blaðsins á Facebook síðu sinni að verið sé að vinna í því máli. Fréttavefur Stundarinnar, www.stundin.is, verður opnaður innan skamms.
Uppsláttur blaðsins snýst um það sem kalla mætti framhaldslíf Lekamálsins og beinist athyglin að þróun mála inna lögreglunnar og því sem blaðið skilgreinir sem valdatafl í lögreglunni.
Stofnendur stundarinnar eru Stofnendur Stundarinnar eru: Elín G. Ragnarsdóttir, Heiða B. Heiðars, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Jón Trausti Reynisson en þau hafa fengið til liðs við sig nokkra blaðamenn sem m.a. störfuðu með þeim á DV. Stefnuyfirlýsing stundarinnar var birt fyrir nokkrum vikum en hún er svohljóðandi:
"Við tökum öll ákvarðanir byggt á þeim upplýsingum sem við fáum. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra.
Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar. Hagsmunaaðilar geta komist yfir fjölmiðlafyrirtæki og mótað fjölmiðla eftir sínum eiginhagsmunum í stað almannahagsmuna. Mörgum þykir þetta sjálfsagður réttur eiganda miðilsins á frjálsum markaði. Fyrir öfluga hagsmunaaðila getur það flokkast sem markaðskostnaður að beygja áherslur fjölmiðla í átt að hagsmunum eigenda til að hafa áhrif á sýn almennings.
Aðstandendur Stundarinnar eru hópur sem vill stofna nýjan, íslenskan fjölmiðil sem er undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi. Við viljum biðja þig að taka þátt í því með okkur. Vertu valdið.