- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Við formlega opnun nýja salarins í húsakynnum BÍ sl. föstudagskvöld var salnum gefið nafnið Blaðamannaklúbburinn. en nafnið vísar til samkomustaðar blaðamanna í turnherbergi á Hótel Borg í upphafi sjöunda áratugarsins sem kallað var Blaðamannaklúbburinn. Við þetta sama tækifæri voru níu blaðamenn heiðraðir fyrir yfir 40 ára feril í blaðamennsku og fengu þeir gullmerki BÍ. Þeir sem merkið fengu voru: Freysteinn Jóhannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Sigurdór Sigurdórsson, Sigmundur Ó. Steinarsson, Þröstur Haraldsson, Arnór G. Ragnarsson, Árni Jörgensen og Ágúst Ingi Jónsson.