- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samstaða um siðamál og siðareglueftirlit blaðamanna sjálfra með blaðamennsku eru grunnforsendur þess að fjölmiðlar í Evrópu geti notið almenns trausts, að mati forustufólks, mannréttindahópa, stofnana og blaðamannafélaga í aðdraganda Alþjóðadags fjölmiðlafrelsis, sem er á morgun, 3. maí.
Þannig sagði Dunja Mijatovic, forstöðumaður fjölmiðlafrelsisdeildar ÖSE fulltrúum á aðalfundi Evrópusambands blaðamanna í Sarajevo í síðustu viku að eina leiðin til að tryggja gegnsæi, ábyrgð og raunverulegt fjölmiðlafrelsi væri að blaðamenn héldu sjálfir uppi eftirliti með og fjölluðu um siðferðileg álitamál í greininni (self-regulation). Dunja Mijatovic, sem var hér á Íslandi í fyrra og flutti þá opinn fyrirlestur um fjölmiðlafrelsi, hvatti EFJ fulltrúa á fundinum í Sarajevo til að standa vörð um sjálfs-eftirlit fjölmiðlamanna. Umræða um sjálfs- eftirlit blaðamanna er nú áberandi og verður viðfangsefni á dagskrám víða á Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis á morgun.
Sjá áhugaverða umfjöllun hér