- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Tillaga um lagabreytingu var samþykkt á aðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi, en tillagan felur i sér að félagsgjald hækkar í 1% af launum úr 0,8% og hlutfallslega hækkar greiðsla lausamanna í samræmi við það. Eftir lagabreytinguna er greinar 3.1 og 3.2 í lögum félagsins svohljóðandi:
3.1. Félagsgjald skal vera 1,0% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Stjórn félagsins getur ákveðið að setja þak á félagsgjöld. Aðalfundur ákveður hverju sinni hvort og þá hversu hátt hlutfall félagsgjalda er lagt í varasjóð og orlofsheimilasjóð.
3.2. Biðfélagar greiða 0.5% af byrjunarlaunum í 2. flokki í félagsgjöld. Lausamenn greiða 0.9% af byrjunarlaunum í 2. launaflokki félagsins miðað við janúar ár hvert.
Ekki urðu breytingar á stjórn félagsins, en nýtt fólk kom inn í samningaráð og kjörnefnd.