- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Umboðsmaður neytenda í Noregi, Gry Nergård, hefur lýst þeirri skoðun að stofnunin vilji taka upp nýtt regluverk um skilin milli auglýsinga og ritstjórnarefnis í fjölmiðlum. Í dag gilda um þetta samkepnislög og útvarpslög en að mati umboðsmanns neytenda dugar slík umgjörð ekki lengur. Fjölmiðlaheimurinn sé gjörbreyttur bæði af völdum tækninýjunga og aukinnar markakðsvæðingar og því þurfi nýtt regluverk að ná jafnt til allra tekunda miðla og tækni. Gry Nergård segir ekkert samræmi vera milli þess sem falli undir reglur í samkeppnislögum og þess sem falli undir útvarpslög og í raun sé ekki hægt að hafa reglur um afmarkakða hluta fjölmiðlaheimsins því samruni og samspil fjölmiðlanna sé orðið svo mikið að flókið er orðið fyrir neytendur að fylgast með hvers eðlis þær uplýsingar sem bornar eru á borð fyrir þá eru. Því sé orðið brýnt að setja reglur um þennan aðskilnað þannig að neytendur séu upplýstir um hvað sé raunverulegt ritsjtónarefni og hvað séu í raun auglýsingar.