- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Dagblaðið Klassekampen greinir frá því í morgun að Anniken Huifeldt, menningarmálaráðherra úr Verkamannaflokknum (sem raunar mun flytjast til í embætti í dag í ráðherrakapli Stoltenbergs) hafi sagt á fundi með samtökum fyrirtækja í fjölmiðlarekstri í gær að á næsta ári yrðu svokallaðir framleiðslustyrkir (produksjonsstötte) auknir um 20 milljónir nkr. eða sem svarar um 440 miljónum íslenskra króna. Fyrir nema beinir styrkir til fjölmiðla á milli 260-270 milljónum norskra króna eða næstum 6 milljörðum íslenskra króna. Þessu til viðbótar eru dagblöð undanþegin virðisaukaskatti.
Um nokkurra ára skeið heftur staðið yfir endurskoðun á styrkjakerfinu og fyrir tveimur árum komu fram tillögur um nokkrar breytingar frá sérstakri nefnd sem gert hafði úttekt á kerfinu. Nefndin komst að því að styrkjakerfið væri í grundvallaratriðum mikilvægt fyrir fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum í Noregi og hefði skipt gríðarlegu máli fyrir lýðræði í landinu. Hins vegar snerust efasemdir og athuganir nefndarinnar um þá staðreynd að kerfið er 40 ára gamalt og miðast fyrst og fremst við prentmiðla. Þar er ekki tekið tillit til hinnar stafrænu byltingar sem orðið hefur og netmiðlar og sjálfstæðir framleiðendur ritstjórnarefnis geta ekki notið styrkja. Norsk blöð greiða t.d. ekki viðrisaukaskatt en netmiðlar gera það og þetta getur valdið ýmis konar vandkvæðum í þeim mikla sammruna sem orðinn er á milli ólíkra fjölmiðlagátta og fjölmiðlafyrirtæki í flestum tilfellum orðin eins konar fjölmiðlahús með mörgum gáttum. Ekki er vitað hvernig styrkjareglurnar verða á næsta ári eða hvort vrisaukaskatti verður breytt, en hins vegar ljóst að í heild verða beinir styrkir hækkaðir.
Sjá skýrslu nefndar um fjölmiðlastyrki í Noregi