- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Stofnandi WkiLeaks, Julian Assange, gagnrýndi nú fyrir helgina harðlega nýja Hollywoodkvikmynd sem verið er að gera um WikiLeaks, hann sjálfan og samstarfsmenn hans. Assange var að tala í gegnum fjarfundabúnað á fundi Málfundafélags háskólanema í Oxford, en hann er sem kunnugt er fastur í sendiráði Ekvador í London. Í ræðu sinni kallaði hann myndina samfellda áróðurs árás. Hann upplýsti að hann hefði komist yfir handrit að myndinni Fimmta valdið sem á að koma fyrir almenningssjónir í nóvember næstkomandi. Þetta er einfaldlega lygi á lygi ofan. Þetta er samfelld áróðursárás á WikiLeaks og á heiður starfsfólksins sem unnið hefur með mér, sagði Assange. Hann sagði einnig að með þessari mynd væri verið að hella olíu á eldinn varðandi stríðið gegn Írak með því gefa til kynna að þar væri verið að vinna að gerð kjarnorkuvopna.