- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Íslandspóstur hefur sagt upp dreifingarsamningi sínum við héraðsfréttarblaðið Austurgluggann. Að sögn Ragnars Sigurðssonar, ritstjóra Austurgluggans, hefur þessi breyting í för með sér 25% hækkun á póstburðargjöldum.
Við gerðum nýjan samning við Íslandspóst 2011 sem hafði í för með sér um 15% hækkun. Í síðustu viku barst mér svo bréf þar sem tilkynnt var um að afláttarkjör Austurgluggans væru afnumin frá 1. apríl nk. Þessi breyting hækkar okkar póstburðargjöld um 25%.
Að sögn Ragnars hittir þetta útgáfuna á afar brotthættum tíma. Reksturinn hefur verið skorin niður umtalsvert á undanförnum árum og ljóst að ekki verður gengið lengra í þeim efnum. Við höfum engan annan kost í stöðunni að hækka áskriftarverð til samræmis við þessa gífurlegu hækkun rekstrarkostnaðar. Vonandi sýna áskrifendur því skilning.
Ragnar segir að mikil barátta sé við að halda rekstrinum stöðugum. Við höfum verið að greiða niður skuldir undanfarin ár og skorið niður í starfseminni. En hækkandi kostnaður eins og póstburðargjöld, eldsneyti og fleira hóf að bitna verulega á rekstrinum í fyrra. Við erum í áskriftaröflun sem stendur og hún gengur vel, við höfum gert samstarfssamninga vegna vinnslu fréttabréfa s.s. Fljótsdalsstöðvarfréttir og ýmislegt annað til að mæta þessari kostnaðaraukningu. Í miðri þeirri baráttu bætist svo á 25 % hækkun póstburðargjalda svo eðlilega er hljóðið í mér ekki gott.
Ragnar segir að engin vafi sé á því að þessir breyttu skilmálar Íslandspóst séu mjög hamlandi fyrir héraðsfréttablöð eins og Austurgluggann. Íslandspóstur tekur af þau aflsáttarkjör sem Austurglugginn hefur haft og birtir nýtt afláttarkerfi sem miðar að því að þú þarft að dreifa fleiri en tilkennum fjölda blaða til að fá ákveðin aflsátt. Blað eins og Austurglugginn er á mjög litlum markaði þ.e. markaðssvæðið Austurland, við leitumst við að þjónusta svæðinu sem gerir það að verkum að við eigum aldrei möguleika á því að ná niður póstburðargjöldunum þar sem fjöldi mögulegra viðskiptavina á Austurlandi eru ekki í samræmi við þau viðmið sem Íslandspóstur setur. Þetta leiðir á endanum til fækkun héraðsfréttablaða og styrkir stöðu frídreifingarblaða.