- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þróunin í fjölmiðlatækni er hröð og nú hefur BBC kynnt tilraunaútgáfu af svokölluðu skyjunarútvarpi (e: perseptive radio). Þetta útvarp aðlagar það efni sem í því er og hvernig það er spilað út frá ýmis konar kringumstæðum s.s. hvar það er staðsett, hvað klukkan er, hvar hlustandinn er staðsettur gagnvart tækinu og ýmsum bakgrunnshljóðum sem kunna að heyrast í umhverfinu þar sem tækið er staðsett.
Skynjunarútvarpið var kynnt í gær á ráðstefnunni Thinking Digital, sem haldin var í Gateshead í Bretlandi. Þetta tæki er hluti af Skynjunarmiðlunar verkefni sem BBC ýtti úr vör í fyrra.