Fréttir

Bygging ERT3 þakin í kröfuspjöldum

EFJ styður gríska fréttamenn á ERT3

 Að frumkvæði Blaðamannafélags Belgíu hefur nú hópur blaðamanna úr Evrópusambandi blaðamanna(EFJ) farið til Grikklands og lýst stuðningi sínum við gríska fréttamenn á Ríkisútvarpi Grikklands ERT3, sem haldið hafa úti almannaútvarpi um nokkurt skeið þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda um að loka rásinni í sparnaðarskyni vegna alþjóðlegra krafna um aðhald í kjölfar fjármálakreppu. Þing Laga og almannaútvarpsdeilda Evrópusambands útvarpsstöðva (EBU) verður haldið í Aþenu á morgun og á föstudag og telja menn það kjörinn vettvang til að koma mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við kollega á ERT3 á framfæri. Sjá einnig hér
Lesa meira
Öfgahreyfing Gullnar dögunar hefur náð talsverðu fylgi í Grikklandi einkum meðal ungs fólks.

Fordæma ógnanir Gullnar dögunar í Grikklandi

 Bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa fordæmt ógnanir og hótanir sem blaðamenn sem eru að skrifa um hægri öfgaflokkinn „Gullin dögun“ í Grikklandi hafa orðið fyrir. Samtökin lýsa fullum stuðningi við þá félag sem órauðir halda áfram að birta og opinbera upplýsingar um samtökin og fjalla um morðið á hipp hopp tónlistarmanni þann 18. september síðast liðinn þrátt fyrir hótanir um obeldi. Samkvæmt upplýsingum frá Blaðamannafélagi dagblaða í Aþenu, JUADN, hafa blaðamenn fengið hótanir og orðið fyrir árásum frá þingmönnum og forustumönnum „Gullnar dögunar.“ Sjá einnig hér
Lesa meira
Danir taka sýrlenska blaðamenn inn í Blaðamannafélagið

Danir taka sýrlenska blaðamenn inn í Blaðamannafélagið

Blaðamannafélag Danmerkur (DJ) hefur tekið 30 sýrlenska blaðamenn inn sem meðlimi í Blaðamannafélaginu. „Þessir blaðamenn eru allir teknir inn sem sérstakur hópur sem við viljum lýsa stuðningi við. Þeir munu ekki þurfa að borga félagsgjöld til DJ, en þeir munu heldur ekki fá fréttabréf eða ráðgjöf frá félaginu,“ segir Eva Jakobsen. Hún bendir á að þessi stuðningur muni ekki koma niður á þjónustu við starfandi blaðamenn í Danmörku, en hins vegar veiti þetta sýrlensku blaðamönnunum mikið hagræði þar sem þá geta þeir fengið alþjóðleg blaðamannaskýrteini sem auðveldi þeim alla vinnu. Blaðamennirnir frá Sýrlandi starfa allir við útlæga útvarpsstöð sem er óháð deiluaðilum í landinu og senda þeir út frá París í gegnum gervihnött og netið.Sjá einnig hér
Lesa meira
Stefanus Teguh Edi Pramono blaðamaður við Tempo fjölmiðlasamsteypuna

Vettvangsblaðamennskuverðlaun

Um allan heim eru blaðamenn að vinna hættulega en um leið vandaða vinnu í nafni faglegrar blaðamennsku. Stefanus Teguh Edi Pramono blaðamaður við Tempo fjölmiðlasamsteypuna í Indónesíu er handhafi verðlauna fyrir vettvangsblaðamennsku sem Agence France-Presse veita og eru kennd við blaðamanninn Kate Webb. Verðlaunin fær hann fyrir dekkun sína á afleiðingum stríðsins í Sýrlandi og fyrir rannsóknarblaðamennsku á fíkniefnaviðskiptum í Jakarta. „ Ekki einvörðungu eru þessi verðlaun það sem ég er stoltastur af á mínum ferli heldur hvetja þau mig líka til að líkjast sem mest Kate Webb sem var harðskeyttur blaðamaður sem vann ótrúleg afrek,“ segir Stefanus. Sjá meira hér
Lesa meira
Kjersti Løken Stavrum, framkdæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs

Blaðamenn settir í erfiða stöðu

Framkvæmdstjóri Blaðamannafélagsins í Noregi, Kjersti Løken Stavrum, hefur vakið máls á áhugaverðu máli sem varðar þá stöðu sem blaðamenn lenda iðulega í, bæði þar í landi, hér á Íslandi og víðar. Þetta er það þegar blaðamenn eru beðnir að vinna fréttir upp úr lesendakönnunum um útbreiðslu eign blaðs eða miðils. Bendir framkvæmdastjórinn á að með þessu séu blaðamenn settir í mjög erfiða stöðu. Hún hefur fullan skilning á að blöðin eða ýutgáfufyrirtækin vilji túlka og segja frá lesendakönnunum á þann veg að það líti sem best út fyrir viðkomandi miðil eða útgáfu enda sé það vísbending um hvernig gengur í rekstrinum. Hins vegar sé staðreyndin sú að þessar fréttir séu settar fram eins og aðrar unnar og óháðar fréttir og jafnvel með nafni viðkomandi blaðamanns (byline). Bendir Kjersti Løken Stavrum á að í raun sé mun eðlilegra að þessar upplýsingar séu þá skrifaðar af ritstjóranum sjálfum eða útgáfustjóra en ekki blaðamanni. Sjá einnig hér
Lesa meira
Sigurður Már Jónsson, nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Sigurður Már víkur úr stjórn BÍ

Sigurður Már Jónsson, varaformaður stjórnar Blaðamannafélags Íslands, hefur óskað eftir að verða leystur undan ábyrgðastörfum hjá félaginu. Í bréfi sem hann hefur ritað formanni BÍ kemur fram að hann telji að það fari ekki saman að gegna starfi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og sitja í stjórn BÍ. Í bréfinu segir Sigurður: "Vegna breytinga á mínum högum óska ég eftir að vera leystur undan ábyrgðarstörfum hjá Blaðamannafélagi Íslands. Það hefur verið mér mikil ánægja að starfa á þessum vettvangi og ég vill fá að þakka núverandi stjórn fyrir samstarfi. Einnig vill ég fá að þakka sérstaklega Hjálmari Jónssyni, formanni félagsins, fyrir sérlega ánægjulegt samstarf síðustu ár. Ég mun áfram verða félagi í BÍ og vonast til að geta snúið aftur á vettvang félagsins síðar meir.”  Blaðamannafélag Íslands þakkar Sigurði fyrir árangursrík störf hans í þágu félagsins á liðnum árum og heilladrjúgt samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi
Lesa meira
Tilkynning

„Réttur til að vita ...“

Hótel Hilton Nordica Reykjavík 27. september kl. 12 - 14 „Réttur til að vita ...“ Skráningarform Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:- Hvað felst í þessum degi?- Hvað gera önnur lönd?- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?- Hver er réttur almennings til upplýsinga?- Hvernig er lagaumhverfið?- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig? Dagskrá: 11:50 Afhending ráðstefnugagna 12:00 Fundur settur - hádegisverður borinn fram 12:20 Hvað felst í alþjóðlegum degi um réttinn til að vita? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 12:30 Persónuupplýsingar Hörður Helgi Helgason, lögmaður og forstjóri Persónuverndar 12:55 Opin gögn á Íslandi í samanburði við önnur lönd Fulltrúi frá Open Knowledge Foundation á Íslandi 13:20 Hvað er nýtt í Upplýsingalögunum? Trausti Fannar Valsson, Háskóla Íslands 13:45 Mat borgaranna: Af hverju leyna stjórnvöld upplýsingum sem eiga erindi við almenning? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 14:00 Fundarlok Ráðstefnustjóri: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Lesa meira
Frá vettvangi skotárásarinnar. ABC mynd

Skannar og samfélagsmiðlar varasamar heimildir

Á vef Washington Post er að finn athyglisverða greiningu á því hvernig lögregluskannar og samfélagsmiðlar geta stuðlað að því að rangar og villandi upplýsingar komist á kreik þegar fréttnæmir atburðir eru að gerast. Þetta gerðist í gær þesgar skothríð átti sér stað í bækistöðvum bandaríska flotans í Wwashington. Á fyrstu klukkutímunum eftir að skothríðin byrjaði var talað um þrjá byssumenn, síðan tvo og þá einn og loks aftur þrjá. Um miðjan dag talaði CNN um “nokkra”. Flestar þessara röngu frétta áttu uppsprettu í heimildum sem virtust nokkuð traustar, s.s. úr lögregluskönnum og fóru þaðan beint inn á twitter og aðra samfélagsmiðla og síðan inn í hefðbundna fjölmiðla og allt gerðist þetta á nokkrum mínútum. Mál þetta er allt áminning um að fréttir eru ekki áreiðanlegri en heimildirnar sem þær byggja á og undirstrikar mikilvægi heimildarrýni meðal blaðamanna. Sjá umfjöllun hér
Lesa meira
Vinningshafarnir Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni umhverfis…

Páll fær umhverfisverðlaun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Páli Steingrímssyni, kvikmyndagerðarmanni, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnbogadóttur, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali Páls segir:  Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Fréttablaðið úrskurðað brotlegt

Fréttablaðið úrskurðað brotlegt

Umfjöllun fréttablaðsins um dóm vegna fíkniefnamáls í Danmörku sl. sumar hefur nú verið úrskurðuð sem brot á 3. gr siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði siðanefndar og er brotið sagt ámælisvert. Sjá úrskurðinn hér
Lesa meira