- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fréttir á Stöð 2 og í Sjónvarpinu (RÚV) eru keimlíkar að flestu leylti samkvæmt frumniðurstöðum úr rannsókn sem Valgerður Jóhannsdóttir, Ragnar Karlsson og Þorbjörn Broddason hafa gert og kynnt var á þjóðfélagsfræðiráðstefnu Háskólans á Bifröst á dögunum. Það eru heldur fleiri fréttir á RÚV en á Stöð 2 en lengd frétta er nákvæmlega sú sama. Karlar semja meirihluta frétta á báðum stöðvum og er hlutfallið svipað. Viðmælendum var skipt upp í hagsmunaaðila, stjórnmálastéttina og almennig og er hlutfallið svipað milli þessara hópa á báðum stöðvum. Höfundar segja að niðurstöðurnar styðji þá tilgátu að samkeppni milli fréttastofanna leiði til samleitni í efnisvali.
Hér má sjá upptöku af fyrirlestri Valgerðar Jóhannsdóttur um efnið.
Fleiri erindi voru flutt um fjölmiðla á ráðstefnunni:
Pólitísk boðskipti á stafrænum tímum
Spegill samfélags og samtal í heimabyggð