- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Restur og fjármögnun ritstjórnarefnis er víða vandamál og jafnvel stórblöð eins og The New York Times leita nýrra leiða í þessum efnum. Þau fara jafnvel inn á slóðir sem fyrirfram hefðu þótt ólíklegar hjá fjölmiðlum sem er er mjög vandir að virðingu sinni og trúverðugleika. Þannig berast nú fréttir af því að stjórnendur New York Times íhugi að fara út í kostun á einhverju af ritstjórnarefni á vefsíðu sinni, og fylgja þannig í fótspor nýrri miðla eins og BuzzFeed. Á nokkrum fundum sem haldnir voru sameiginlega með sölumönnum og fulltrúum ritstjórnar í síðasta mánuði munu þessi atriði hafa verið rædd en óljóst er hvort eða hvenær niðurstaða fæst í þessar þreifingar.
Sjá meira hér