- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samkvæmt rannsókn sem gerð var sameiginlega af Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) og Evrópusambandi blaðamanna (EFJ), þá eru konur 42% félaga í blaðamannafélögum í Evrópu. Þær eru hins vegar aðeins 36% þeirra sem gegna ábyrgðarstöðum í þessum félögum.
Niðurstöður könnunarinnar sem nær til 21 blaðamannafélags og sambanda blaðamannafélaga í álfunni, sýna að hlutfallslega færri konur (3%) eru nú meðlimir í blaðamannafélögum og færri eru í trúnaðarstörfum fyrir félögin en sambærileg könnun frá 2006 sýndi.
Þótt þessar tölur gefi kannski ekki tilefni til að segja að jafnréttisþróunin hafi snúist við, þá er þetta alvarleg áminning um að við verðum áfram að vera vel vakandi þar sem jafnréttismálin eru fjarri því í höfn, segir Beth Costa, framkvæmdastjóri IFJ. Með þessarupplýsingar að vopni munum við geta beitt markvissari að gerðum í að fá konur til að gerast félagar og til að komast í trúnaðarstöður hjá félögunum, segir Costa ennfremur.