Fréttir

Blaðamannasambönd vara við öryggisfrumvarpi á Spáni

Blaðamannasambönd vara við öryggisfrumvarpi á Spáni

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa sent innanríkisráðherra Spánar bréf þar sem þess er farið á leit að endurskoðað verði frumvarp að nýjum öryggislögum þar í landi. Samkvæmt frumvarpinu á að banna mótmæli nálægt tilteknum mikilvægum stofnunum svo sem spænska þinginu og auk þess getur lögreglan sett upp sérstök öryggissvæði þar sem aðgangur er takmarkaður, t.d. í kringum heimili stjórnmálamanna. Það sem blaðamannasamböndin leggja sérstaka áherslu á í bréfi sínu og lýsa þungum áhyggjum af er ákvæði sem takmarkar sérstaklega aðgang blaðamanna og ljósmyndara að svæðum eða byggingum þar sem lögreglan telur að nærvera fjölmiðlamannanna geti truflað starf við öryggisgælsu. Ákvarðanir um þetta eru látnar efir lögreglu í hverju tilviki og er viðlögð sekt fyrir bort á þessu allt að 600 þúsund evrur! Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilnefningafrestur til Blaðamannaverðlauna Evrópu styttist!

Tilnefningafrestur til Blaðamannaverðlauna Evrópu styttist!

Athygli er vakin á því að auglýst hefur verið eftir tilnefningum til Blaðamannaverðlauna Evrópu og er tilnefningarfrestur til miðnættis 29. nóvember. Blaðamannaverðlaun Evrópu eru veitt í fimm flokkum og eru verðlaunin ío hverjum um sig 10.000 evrur, Flokkarnir eru þessir: -          Rannsóknarblaðamennskuverðlaunin (The investigative journalism award ) -          Framúrskarandi ritfærniverðlaunin (The distinguished writing award ) -          Pistlahöfundaverðlaunin (The commentator award ) -          Frumkvöðlaverðlaunin (The innovation award ) -          Sérstöku verðlaunin (The special award ) Tilnefningar þurfa, eins og áður segir, að borist fyrir miðnætti 29. nóvember 2013 og er hægt að gera það annað hvort með því senda tölvupóst eða í gegnum heimasíðu verðlaunanna. Einungis evrópskir blaðamenn eða blaðamenn sem eru að vinna fyrir evrópska miðla geta fengið tilnefningar. Netfang verðlaunanna er: entries@europeanpressprize.com" Heimasíðan er: www.europeanpressprize.com 
Lesa meira
Fjölmiðlafyrirtæki stefnir ritstjóra DV

Fjölmiðlafyrirtæki stefnir ritstjóra DV

Fjölmiðlafyrirtækið 365 hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV vegna skrifa í Sandkorn DV í byrjun mánaðarins. Reyni var birt stefnan í gærkvöldi á heimili sínu og er hann krafinn um 4 milljónir króna vegna skrifanna.  Talsverð umræða hefur verið um meiðyrðamálsóknir á  hendur blaðamönnum hin síðari misseri og því vekur það sérstaka athygli að fjölmiðafyrirtæki skuli fara þessa leið. Sandkornið í DV fjallaði um meinta fjárhagsstöðu 365 og sagt að efnahagur fyrirtækisins væri uppblásinn og verðmæti Fréttablaðsins sömuleiðis. Sjá einnig hér
Lesa meira
Útnefningu fagnað með kampavíni fyrir utan ritstjórnarskrifstofurnar

Besta staðbundna blað Evrópu

"Já við urðum fyrst Noregsmeistarar og nú Evrópumeistarar. Þetta er nánast of gott til að vera satt!“   Þetta segir Bjarne Tormodsgard í samtali við Hallingdølen, blaðið sem hann sjálfur ritstýrir. Tilefnið er að Hallingdølen hefur verið valið besta héraðsfréttablað Evrópu, en blaðið hafði áður verið valið besta staðbundna blað Noregs. Útnefningin var kunngerð á föstudaginn en verðlaunin verða afhent á hátíð Blaðamannaverðlauna Evrópu í Vín í maí 2014. Sjá meira hér
Lesa meira
Vilja fréttastofu fyrir Norður-Atlantshafssvæðið

Vilja fréttastofu fyrir Norður-Atlantshafssvæðið

Hugmyndasmiðjan „Nordatlantisk Tænketank“, sem er hópur sem starfar á vegum Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, leggur til að farið verði út í víðtækt samvinnuverkefni í fjölmiðlun milli landa eða svæða sem liggja að Norður Atlantshafinu, þ.e. milli Grænlands, Íslands, Færeyja og strandsvæðanna í Noregi. Hugmyndin var kynnt í lok ráðstefnu um fjölmiðla sem NORA hélt í Kaupmannahöfn í lok síðustu viku. Tillagan gerir ráð fyrir að samstarfið snúist um fréttaþjónustu fyrir þetta landsvæði þar sem daglegar fréttir verða sagðar, sem varða svæið janfn á sviði efnhagsmála, félagsmála, stjórnmála og úr daglegu lífi. Með þessu móti mætti upplýsa og uppfræða um magbreytileika svæðisins og varpa gagnrýnu ljósi á sameiginleg viðfangsefni á heimskautasvæðinu og þá þróun sem þar er að verða með breyttum aðstæðum. Bent er á að fjölmiðlun í þeim löndum og svæðum sem hér um ræðir sé nánast alfarið staðbundin og fréttir og túlkun þeirra sé alfarið römmuð inn í staðbundið samhengi á viðkomandi svæði. Heildarsýn í fréttaflutningi vanti hins vegar og þessi fréttaþjónusta, sem hefði starfandi á sínum vegum blaðamenn í fullu starfi í öllum eða flestum löndum, gæti skapað slíka yfirsýn. Slíkt væri enda í takt við þróunina á sviði efnahags- og stjórnmála þar sem alþjóðleg nálgun einkennir umræðuna en ekki þröng svæðaskipt umfjöllun. Bent er á að þróunin á heimskautasvæðinu sé ör og á árinu 2012 hafi 46 skip siglt norðurleiðina, sem styttir sem kunnugt er leiðina milli Asíu og Evrópu til mikilla muna. Svæðið í heild sé því að verða þýðingarmikið á sama tíma og fjölmiðlar sem staðsettir á eru á þessum slóðum séu smáir og máttlitlir. Með samvinnu og hagkvæmni stærðarinnar geti þeir hins vegar orðið sterkara afl sem veitt geti stjórnvöldum það aðhald sem þarf þegar viðkvæm mál og þróun eru annars vegar. Í hugmyndasmiðjunni „Nordatlantisk Tænketank“ eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju landi sem aðili er að NORA samstarfinu. Þetta eru: · Tine Pars, rektor Ilisimatusarfik, Háskólanum í Grænlandi. · Henrik Leth, Stjórnarformaður Polar Seafood · Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands · Karl Benediktsson, prófessor í samfélagslandsfræði, Háskóla Íslands · Frank Aarebrot, prófessor í samanburðarstjórnmálafræði við Háskólann í Bergen · Arne O. Holm, sérfræðingur við Norðurslóðamiðstöðina Háskólanum í Nordland · Hermann Oskarsson, rannsakandi við Háskólann í Færeyjum · Sonja Jógvansdóttir, verkefnastjóri Samtak, samstarfsvettvangs færeyskra útgerðarmanna og atvinnurekenda Sjá meira hér 
Lesa meira
Ójafnvægi í vali viðmælenda á ljósvakanum

Ójafnvægi í vali viðmælenda á ljósvakanum

Athyglisverð umræða hefur að undanförnu spunnist um þá mynd sem fjölmiðlar, einkum ljósvakamiðlar, draga upp af þjóðfélaginu með vali á viðmælendum í fréttum og dagskrá. Félag kvenna í atvinnulífinu hóf  umræðuna að þessu sinni með því að vekja athygli á hversu lítið hefur breyst varðandi hlutföll kynjanna í fjölmiðlum. Í síðustu viku voru birtar niðurstöður úr könnun sem CreditInfo gerði fyrir félagið og voru helstu niðurstöður að þrátt fyrir jákvæða þróun séu hlutfall viðmælanda í ljósvakaþáttum og fréttum 70% karlkynsviðmælenda gegn 30% kvenkynsviðmælenda. Talningin náði til tímabilsins frá 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013 og var heildarfjöldi viðmælenda yfir 100.000. Í framhaldinu hafa þessar niðurstöður verið ræddar í Speglinum og í þætti Gísla Marteins í gær og í dag vekur Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis máls á því að þessi þróun sé áhyggjuefni og vill hann víkka hana út og bendir á ójafnvægi í vali á viðmælendum eftir búsetu. Sjá frétt FKAViðtal í SpeglinumAthugasemd forseta Alþingis
Lesa meira
Lík blaðamannanna fær heim til Frakklands

EFJ krefst réttlætis fyrir myrta franska blaðamenn

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur skrifað fjölskyldum tveggja franskra blaðamanna sem drepnir voru í Mali á laugardaginn og vottað þeim samúð sína. Blaðamennirnir Ghislaine Dupont og Claude Verlon voru drepnir með köldu blóði og hafa morðin kallað fram harðorða fordæmingu víða, m.a. frá blaðamannasamtökum í Frakklandi. Í bréfinu sem formaður og framkvæmdastjóri EFJ sendu frá sér er aðstandendum vottuð samúð og þess krafist að ódæðismennirnir verði látinr svara til saka fyrir gerðir sínar. Sjá einnig hér (mín 31:27)
Lesa meira
Hin kærða umfjöllun.

Nýtt líf braut ekki siðareglur

Siðanefnd hefur afgreitt þrjú mál og hafa úrskurðir nefndarinnar verið birtir hér á heimasíðunni. Fyrsta málið er kæra Egils Einarssonar og Guðríðar Jónsdóttur gegn Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs vegna viðtals sem bar yfirskriftina „Ég upplifði þetta sem nauðgun“. Siðanefnd fjallar ítarlega um málið og bendir á að umfjöllun Nýs lífs hafi að sumu leyti verið villandi en þó hafi, þegar allt sé virt saman, þau sjónarmið sem mestu skipti náð að koma fram. Það megin atriði viðtalsins, að fá fram upplifun viðmælandans hafi verið málefnalegt og er úrskurður nefndarinnar að Þóra Tómasdóttir hafi ekki brotið siðareglur Blaðamannafélagsins. Í hinum tveimur málunum var kærum vísað frá en það voru kærur gegn DV vegna viðtals ndir yfirskriftinni „Þú ert á leiðinni til helvítis“ annars vegar og vegna aðsendra greina eftir Guðmund Rafn Geirdal í Morgunblaðinu hins vegar. Hægt er að skoða alla þessa úrskurði hér á siðavef press.is undir yfirskriftinni „Úrskurðir“. Úrskurður í máli gegn Nýju lífi
Lesa meira
Illugi Gunnarsson afhendir Brodda Broddasyni viðurkenninguna í dag. Mynd:ruv.is

Broddi fær viðurkenningu úr móðurmálssjóði

Broddi Broddason fréttamaður á RÚV fékk í dag viðurkenningu úr móðurmálssjóði Björns Jónssonar. Móðurmálssjóðurinn var stofnaður í janúar 1945 í minningu Björns Jónssonar, ritstjóra og ráðherra og stofnanda Ísafoldar. Sjá nánar hér
Lesa meira
Morgunblaðið 100 ára - frímerki

Morgunblaðið 100 ára - frímerki

Morgunblaðið verður 100 ára á morgun, en það kom fyrst út 2. nóvember 1913.  Blaðið var til að byrja með 8 síður að stærð og var helsti stofnandi þess, eigandi og ritstjóri Vilhjálmur Finsen.  Vilhjálmur hafði kynnst blaðamennsku og blöðum erlendis og meðal annars komist í kynni við Cavling sem var ritstjóri á Politiken í Danmörku.  Í fyrsta blaðinu sem kom út segir um blaðið: „Dagblað það sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað.”    Í tilefni af afmælinu hefur Pósturinn gefið út sérstakt frímerki sem  Hörður Lárusson hefur hannað. Verðgildi frímerkisins er 50g innanlands. Þá er von á veglegu afmælisblaði á afmælisdaginn. Sjá umfjöllun um frímerki hér
Lesa meira