Fréttir

Blaðamennska á átakasvæðum

Blaðamennska á átakasvæðum

Almennur fundur um blaðamennsku á átakasvæðum verður haldinn í stofu 132 í Öskju í Öskju, HÍ föstudaginn 14. febrúar. Störf fréttafólks er hvergi jafn hættulegt og á svæðum ófriðar, átaka og veikra lýðræðislegra stoða. Á fundinum munu þrír blaðamenn, sem allir hafa starfað á átakasvæðum fara með stutta tölu. Þeir Fahad Shah frá Kasmír, Jasmin Rexhepi frá Kosovo og Mazen Maaroof frá Líbanon munu fjalla um eigin reynslu og áskoranir sem þeir og aðrir blaðamenn á ófriðarsvæðum horfast í augu við. Þeir munu ræða ástand mála í heimalandi sínu og tengja það við hlutverk og störf blaðamanna . Fundaboðendur eru: Blaðamannafélag Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Alþjóðamálastofnun, Meistaranám í blaða- og fréttamennsku, Miðstöð Rannsóknarblaðamennsku, Nýlistasafnið, DV, Reykjavík vikublað og Grapevine. Í þættinum Sjónmál á Rás 1 var í gær rætt við Auði Ingólfsdóttur lektor í alþjóðastjórnmálum á Bifröst um stöðu fjölmiðla og þær hættur sem steðja að fjölmiðlamönnum meðal annars á átakasvæðum í norður Afríku. Viðtalið byrjar á 01:07 Sjá hér
Lesa meira
Kjarasamningar samþykktir

Kjarasamningar samþykktir

Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Fréttatímann, DV og Birting voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á almennum félagsfundum á fjölmiðlunum í dag þar sem samningarnir voru kynntir og greidd um þá atkvæði. Kjörsókn var hvergi undir 50%. Kjarasamningarnir eru því orðnir bindnandi og gilda afturvirkt frá 1. Jan út þetta ár. Samningarnir eru í öllum aðalatriðum samhljóða þeim aðfararsamningi sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér á dögunum. Enn er ósamið við Samtök atvinnulífsins, sem fara með samningsumboð fyrir Árvakur, 365 og RÚV, og hefur Blaðamannafélagið vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara og óskað eftir meðalgöngu hans. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi þriðjudag.
Lesa meira
Samningur við Birting og Fréttatímann

Samningur við Birting og Fréttatímann

  Blaðamannafélag Íslands hefur undirritað nýja kjarasamninga við útgáfuféllagið Birting, stærsta útgefanda tímarita í landinu, og Fréttatímann. Áður hafði verið gerður kjarasamningur við DV. Viðræður við aðra fjölmiðla, sem standa utan Samtaka atvinnulífsins, ganga vel. Kjarasamningarnir verða bornir undir atkvæði á viðkomandi vinnustöðum á morgun, miðvikudag. Fyrsta fundinum í kjaradeilu Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara lauk fyrir stundu. Fundurinn var með öllu árangurslaus. Nýr fundur hefur verið boðaður að viku liðinni. Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð fyrir Árvakur, útgefanda Morgunblaðsins og mbl.is, 365, útgefanda Fréttablaðsins, Vísis og Stöðvar 2 og Ríkisútvarpið.
Lesa meira
Fjölmiðlar og pólitískir fjölmiðlanotendur

Fjölmiðlar og pólitískir fjölmiðlanotendur

Áhorfendur Fox News sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum eru  miklu íhaldssamari en áhorfendur helstu keppinauta þeirra, CNN og MSNBC. Þannig segjast aðeins 10% áhorfenda stöðvarinnar vera frjálslyndir, um 23% vera miðjusinnaðir og 60% segjast íhaldssamir. Þetta kemur fram á síðu Pew Research Center og byggir á könnun frá 2012. Ekki munu vera til sambærilegar tölur fyrir Ísland en þó má benda á nýlega grein í Stjórnmálum og stjórnsýslu þar sem viðhorf stjórnmálamanna til íslenskra fjölmiðla voru kortlögð. Þar kemur fram að það fer eftir því hvar í flokki stjórnmálamenn standa hvort þeir telja hina ýmsu miðla halla til hægri eða vinstri eða hvort þeir eru hlutlausir í fréttaumfjöllunum sínum eða ekki. Í meðfylgjandi töflu má sjá einkunnir sem frambjóðendur  í síðustu Alþingiskosningum gáfu fjölmiðlum á fimm þrepa mælikvarða þar sem einkunnin 1= alveg hlutlaus og einkunnin 5= mjög hlutdrægur. Eins og sjá má í neðstu línu töflunnar er RÚV talið minnst hlutdrægt en Morgunblaðið hlutdrægast. Breytileikinn er hins vegar umtalsverður eftir flokkum.
Lesa meira
BÍ og DV gera kjarasamning

BÍ og DV gera kjarasamning

Blaðamannafélag Íslands og útgefendur dagsblaðsins DV og dv.is hafa undirritað nýjan kjarasamning, sem gildir til áramóta. Samningaviðræðurnar áttu sér skammann aðdraganda og gengu mjög vel. Samningurinn verður borinn undir atkvæði til samþykktar eða synjunar síðar í þessari viku. Viðræðum við aðra fjölmiðla, sem standa utan Samtaka atvinnulifsins, miðar vel. Kjaradeildu Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og hefur sáttasemjari boðað til fundar í deilunni á morgun, þriðjudag. Samtök atvinnulífsins fara með samninsgumboð fyrir Árvakur, útgefanda Morgunblaðsins, 365 og RÚV.
Lesa meira
Magnús Geir ráðinn til RÚV

Magnús Geir ráðinn til RÚV

Magnús Geir Þórðarson var í gærkvöldi ráðinn næsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Stjón félagsins fundaði í gær og var ákvörðunin um ráðningu Magnúsar teknin samhljóða. Sjá meira hér
Lesa meira
Kynning dómstólaráðs fyrir fjölmiðlamenn

Kynning dómstólaráðs fyrir fjölmiðlamenn

Dómstólaráð stendur fyrir kynningarfundi með fjölmiðlum þar sem farið verður yfir hlutverk dómstólaráðs og dómstjóra ásamt ýmsu sem viðkemur starfsemi og regluverki dómstóla. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 30. Janúar í Dómhúsinu við Lækjartorg kl. 14-16. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Inngangur, hlutverk dómstólaráðs. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs.2. Hlutverk dómstjóra. Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.3. Málsmeðferðarreglur einka-og sakamála, frá þingfestingu til dómsuppkvaðningar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs.4. Dómar; refsing, refsiákvörðun, skilorðsdómar, reynslulausn ofl. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness.5. Reglur um birtingu dóma. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness.6. Fyrirspurnir.7. Gengið um Dómhúsið við Lækjartorg.
Lesa meira
BÍ vísar kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara

BÍ vísar kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara

Blaðamannafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara og óskað eftir því að hann hafi milligöngu um lausn á kjaradeilu félagsins við SA, en samtökin fara með samningsumboð vegna Árvakurs, 365 og Ríkisútvarpsins. Þetta var ákveðið á fundi samninganefndar BÍ í gær, mánudag. Að mati samninganefndarinnar eru litlar sem engar líkur til þess að samningar takist á næstunni við óbreyttar aðstæður og því er óskað eftir milligöngu ríkisáttasemjara. Jafnhliða munu viðræður um endurnýjun kjarasamninga við þá fjölmiðla sem standa utan Samtaka atvinnulífsins halda áfram.
Lesa meira
Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs 2014 hefur verið framlengdur til 31. janúar.  Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2014 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur.  Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi.  Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi blaðamönnum. Við úthlutun fréttamannastyrkja árið 2014 verður horft til verkefna sem tengjast áherslum í formennskuáætlun Svía í Norðurlandaráði á árinu, en einnig er hægt að sækja um vegna verkefna um önnur efni. Áherslur í formennskuáætlun Svía eru: ·  Norðurlönd í Evrópu - Evrópa á Norðurlöndum ·  Norræni vinnumarkaðinn ·  Sjálfbær nýting náttúruauðlinda ·  Friður milli Norðurlanda i 200 ár Þess má geta að vorþingfundur Norðurlandaráðs verður á Akureyri 7.-8. apríl nk. þar sem sérstök áhersla verður á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Fréttamannastyrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs. Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast  hér Umsóknarfrestur rennur út kl. 24 miðvikudaginn 15. janúar 2014. Vinsamlegast skilið umsóknum rafrænt til nr@althingi.is Frekari upplýsingar má nálgast hjá  larusv@althingi.is  
Lesa meira
Gagnrýna áform um ríkisútvarp í Grikklandi

Gagnrýna áform um ríkisútvarp í Grikklandi

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) ásamt Evrópusambandi blaðamanna(EFJ) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirhuguð stofnun nýs ríkisútvarps í Grikklandi er gangnrýnd. Þessi áform eru sögð alls ófullnægjandi og fullyrt að fjölmargir blaðamenn muni missa vinnuna og að fjölmiðillinn muni aldrei ná máli og miðast við Aþenu og næsta nágrenni en ekki verða sannur landsmiðill. Grísk stjórnvöld hafa boðað stofnun nýs ríkisútvarps, NERIT, í mars næstkomandi og að þar muni aðeins starfa 132 starfsmenn. Alþjóðlegu blaðamannasamtökin segja að greinilegt sé að lágmarks útgerð af þessu tagi muni aldrei ná að þjóna því aðhalds og gæðahlutverki sem ríkisútvarp þarf að gera til að viðhalda fjölbreytini á markaði og auk þess sé ástæða til að efast um möguleika slíkrar stofnunar itl að vera sjálfstæð. Sjá meira hér
Lesa meira