- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hugmyndasmiðjan Nordatlantisk Tænketank, sem er hópur sem starfar á vegum Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, leggur til að farið verði út í víðtækt samvinnuverkefni í fjölmiðlun milli landa eða svæða sem liggja að Norður Atlantshafinu, þ.e. milli Grænlands, Íslands, Færeyja og strandsvæðanna í Noregi. Hugmyndin var kynnt í lok ráðstefnu um fjölmiðla sem NORA hélt í Kaupmannahöfn í lok síðustu viku.
Tillagan gerir ráð fyrir að samstarfið snúist um fréttaþjónustu fyrir þetta landsvæði þar sem daglegar fréttir verða sagðar, sem varða svæið janfn á sviði efnhagsmála, félagsmála, stjórnmála og úr daglegu lífi. Með þessu móti mætti upplýsa og uppfræða um magbreytileika svæðisins og varpa gagnrýnu ljósi á sameiginleg viðfangsefni á heimskautasvæðinu og þá þróun sem þar er að verða með breyttum aðstæðum. Bent er á að fjölmiðlun í þeim löndum og svæðum sem hér um ræðir sé nánast alfarið staðbundin og fréttir og túlkun þeirra sé alfarið römmuð inn í staðbundið samhengi á viðkomandi svæði. Heildarsýn í fréttaflutningi vanti hins vegar og þessi fréttaþjónusta, sem hefði starfandi á sínum vegum blaðamenn í fullu starfi í öllum eða flestum löndum, gæti skapað slíka yfirsýn. Slíkt væri enda í takt við þróunina á sviði efnahags- og stjórnmála þar sem alþjóðleg nálgun einkennir umræðuna en ekki þröng svæðaskipt umfjöllun.
Bent er á að þróunin á heimskautasvæðinu sé ör og á árinu 2012 hafi 46 skip siglt norðurleiðina, sem styttir sem kunnugt er leiðina milli Asíu og Evrópu til mikilla muna. Svæðið í heild sé því að verða þýðingarmikið á sama tíma og fjölmiðlar sem staðsettir á eru á þessum slóðum séu smáir og máttlitlir. Með samvinnu og hagkvæmni stærðarinnar geti þeir hins vegar orðið sterkara afl sem veitt geti stjórnvöldum það aðhald sem þarf þegar viðkvæm mál og þróun eru annars vegar.
Í hugmyndasmiðjunni Nordatlantisk Tænketank eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju landi sem aðili er að NORA samstarfinu. Þetta eru:
· Tine Pars, rektor Ilisimatusarfik, Háskólanum í Grænlandi.
· Henrik Leth, Stjórnarformaður Polar Seafood
· Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands
· Karl Benediktsson, prófessor í samfélagslandsfræði, Háskóla Íslands
· Frank Aarebrot, prófessor í samanburðarstjórnmálafræði við Háskólann í Bergen
· Arne O. Holm, sérfræðingur við Norðurslóðamiðstöðina Háskólanum í Nordland
· Hermann Oskarsson, rannsakandi við Háskólann í Færeyjum
· Sonja Jógvansdóttir, verkefnastjóri Samtak, samstarfsvettvangs færeyskra útgerðarmanna og atvinnurekenda