- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur skrifað fjölskyldum tveggja franskra blaðamanna sem drepnir voru í Mali á laugardaginn og vottað þeim samúð sína. Blaðamennirnir Ghislaine Dupont og Claude Verlon voru drepnir með köldu blóði og hafa morðin kallað fram harðorða fordæmingu víða, m.a. frá blaðamannasamtökum í Frakklandi. Í bréfinu sem formaður og framkvæmdastjóri EFJ sendu frá sér er aðstandendum vottuð samúð og þess krafist að ódæðismennirnir verði látinr svara til saka fyrir gerðir sínar.