- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Siðanefnd hefur afgreitt þrjú mál og hafa úrskurðir nefndarinnar verið birtir hér á heimasíðunni. Fyrsta málið er kæra Egils Einarssonar og Guðríðar Jónsdóttur gegn Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs vegna viðtals sem bar yfirskriftina Ég upplifði þetta sem nauðgun. Siðanefnd fjallar ítarlega um málið og bendir á að umfjöllun Nýs lífs hafi að sumu leyti verið villandi en þó hafi, þegar allt sé virt saman, þau sjónarmið sem mestu skipti náð að koma fram. Það megin atriði viðtalsins, að fá fram upplifun viðmælandans hafi verið málefnalegt og er úrskurður nefndarinnar að Þóra Tómasdóttir hafi ekki brotið siðareglur Blaðamannafélagsins.
Í hinum tveimur málunum var kærum vísað frá en það voru kærur gegn DV vegna viðtals ndir yfirskriftinni Þú ert á leiðinni til helvítis annars vegar og vegna aðsendra greina eftir Guðmund Rafn Geirdal í Morgunblaðinu hins vegar. Hægt er að skoða alla þessa úrskurði hér á siðavef press.is undir yfirskriftinni Úrskurðir.