Fréttir

Erfiður rekstur margra fjölmiðla

Erfiður rekstur margra fjölmiðla

Umtalsvert tap er hjá fimm af sjö fyrirtækjum í fölmiðlarekstri sem skila hafa ársreikningi fyrir síðasta ár, samkvæmt samantekt Óla Kristján Ármannssonar á visir.is. Aðeins 365 og Viðskiptablaðið skiluðu hagnaði en RÚV, Morgunblaðsins, Skjásins, DV og Fréttatímans voru rekin með tapi. Þar af eru DV og skjárinn með neikvæða eiginfjárstöðu. Tap miðlanna er mismunandi mikið og er tap Skjásins mest eða tæpar 165 milljónir króna. Næstmest er tapið hjá RÚV eða 85,4 milljónir og DV tapaði 65,2 milljónum króna. Sjá nánar hér
Lesa meira
Óli Kristján Ármannsson, varaformaður BÍ

Óli varaformaður- Egill gjaldkeri

Á síðasta fundi stjórnar Blaðamannafélagsins skipti stjórnin með sér verkum upp á nýtt, en Sigurður Már Jónsson, sem verið hafði varaformaður sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir félagið á dögunum þegar hann tók við starfi blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Nýr varaformaður er Óli Kristján Ármannsson sem var áður gjaldkeri stjórnar.  Við starfi gjaldkera tekur Egill Ólafsson.  
Lesa meira
Nýmiðlar jafna lítið stöðu smærri framboða

Nýmiðlar jafna lítið stöðu smærri framboða

„Miðað við reynsluna af kosningunum 2013 virðist tilkoma nýmiðla og sú sprenging sem varð í fjölda fjölmiðlagátta með tilkomu stafrænnar tækni ekki hafa orðið til að valdefla til muna þá sem hallari fæti stóðu varðandi pólitíska boðmiðlun á Íslandi og jafna aðstöðumun milli framboða.“ Þetta er meðal niðurstaðna sem Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri kemst að í gein sem hann kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ fyrir helgina. Þar byggir hann á könnun sem hann gerði meðal frambjóðenda á fjölmiðlanoktkun þeirra fyrir alþingiskosningarnar síðast liðið vor. Í ljós kom að allir flokkar, bæði fjórflokkurinn og ný framboð nota nýmiðla (netsíður og samfélagsmiðla) í ríkum mæli og er ekki hægt að sjá mikinn mun á notkun þessarar tegundar miðla eftir því hvort um ný eða gömul framboð er að ræða. Tilkoma nýmiðla hefur hins vegar gert fjöpmiðlaumhverfið flóknara og erfiðara fyrir þá sem hafa takmarkaðar bjargir og reynslu að búa til þær heilsteyptu og samþættu áætlanir sem þarf til að ná árangri í pólitískri boðmiðlun. Því sé varla hægt að tala um að nýmiðlar eða samfélagsmiðlar, þar sem formlegt aðgengi er vissulega nokkuð jafnt og margfalt auðveldara (og ódýrara) en á hefðbundnum miðlum , hafi jafnað möguleika framboða til kynningar fyrir kosningar. Facebook er lang mest notaði miðillinn af frambjóðendum og mikilvægi hans er metið mikið. Hins vegar er mikilvægi ýmissa hefðbundinna miðla, einkum sjónvarps, einnig talið mikið þó þeir séu ekki notaðir nema að litlu leyti. Skýring á því ræðst að öllum líkindum af erfiðara aðgengi að slíkum miðlum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Lítil áhersla á erlendar fréttir í íslensku sjónvarpi

Lítil áhersla á erlendar fréttir í íslensku sjónvarpi

Íslensku sjónvarpsstöðvarnar sýna mun minna af erlendum fréttum en sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndunum, og er hlutfall erlendra frétta í fréttatímum Sjónvarpsins og Stöðvar 2 með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Þetta kom fram í erindi Rangnars Karlssonar, Valgerðar Jóhannsdóttur og Þorbjörns Broddasonar sem Ragnar flutti á Þjóðarspegi fyrir helgina. Hlutfall erlendra frétta hjá RÚV er 28,2% erlendra frétta á móti 71,8% innlendra frétta og 8,8% erlendra frétta hjá Stöð 2 á móti 91,2% innlendra frétta. Sambærileg hlutföll hjá sjónvarpsfréttastöðvum í nágrannalöndunum eru mun hærri, t.d. var þetta hlutfall í Noregi árið 2007 40% erlendar fréttir hjá NRK og 32% erlendar fréttir hjá TV2. Umfjöllunarefni erlendra frétta er fyrst og fremst stjórn- og efnahagsmál og náttúruhamfarir hvers konar. Þá er fréttaefnið mjög landfræðilega samþjappað og miðast við Vesturlönd. Þannig eru 47,6% erlendra frétta á íslensku sjónvarpsstöðvunum frá Vestur Evrópu og ESB og ef Bandaríkjunum og NATO er bætt við spanna þessi svæði um 65% af fréttaefninu. Íslensku stöðvarnar virðast að mati höfunda að einhverju marki fylgja alþjóðlegri tilhneigingu í því að leggja tiltölulega litla áherslu á erlendar fréttir og að „heimavæða“ erlendar fréttir, öfugt við það sem búast hefði mátt við á tímum stóraukinnar alþjóðavæðingar og fjölmenningar. Sjá fræðigrein hér
Lesa meira
Lítið traust til fjölmiðla almennt

Lítið traust til fjölmiðla almennt

Aðeins 12,7% þjóðarinnar ber mikið eða frekarmikið traust til fjölmiðla samkvæmt nýrri mælingu MMR. Hins vegar bera rétt rúm 40% þjóðarinnar frekar lítið eða lítið traust til þeirra. Samkvæmt sömu mælinu. Fjölmiðlarnir eru sú stofnun í samfélaginu sem almennigur ber hvað minnst traust til og aðeins bankakerfið og Fjármálaeftirlitið hafa minna traust þjóðarinnar. Hins vegar hefur lögreglan mest traust (77,1%), þá Háskóli Íslands (61,3%) og í þriðja sæti er Ríkisútvarpið með um 52,3% traust að baki sér. Athygli vekur sá mikli munur sem kemur fram á trausti til RÚV annars vegar og svo fjölmiðla almennt hins vegar. Fjölmiðlar höfðu tæplegar 23% traust í desember 2008 samkvæmt mælingum MMR en duttu fljótlega niður og voru lengi á bilinu í kringum 15%. Í fyrra fór traustið almveg niður í 11,7% og er í ár 12,7 eins og áður segir. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jim Boumelha

Átök innan IFJ

Mikil óánægja og kurr er nú kominn upp innan Alþjóða blaðamannasambandsins IFJ, og hafa tvö þýsk  félög blaðamanna fengið lögmenn til að rannsaka fyrir sig hugsanlegt kosningasvindl í samtökunum, en kanadískt félag  sagði sig úr sambandinu fyrr á árinu. Félag frá Uruquay sagði sig síðan úr sambandinu nú í september og Blaðamannafélag Noregs mun taka ákvörðun nú í lok mánaðarins um hvort það segir sig úr sambandinu líka. Mikil óánægja og gagnrýni hefur komið fram á foseta samtakanna, Jim Boumelha, frá blaðamannafélögum á Norðurlöndum og segir t.d. Thomas Spence formaður Blaðamannafélags Noregs að samtökin séu ógagnsæ og hindri aðgang að mikilvægum skjölum og upplýsingum. Það sé komið eitur inn í kerfið, misklíð einkenni bæði samskipti milli einstaklinga og landa. Fjallað er um málið á vef danska Blaðamannsins: Sjá umfjöllun hér
Lesa meira
EFJ skorar á Evrópuþingið að tryggja rétt blaðamanna

EFJ skorar á Evrópuþingið að tryggja rétt blaðamanna

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í félagi við fleiri samtök blaðamanna í Evrópu hefur sent Evrópuþinginu (þingi ESB) erindi þar sem áhyggjum er lýst af því að í endurskoðun á löggjöf um persónuvernd innan ESB sé ekki lengur ákvæði sem veiti blaðamönnum mikilvægar undantekningar varðandi aðgang að upplýsingum. Með því að taka í burtu þessar heimildir fullyrðir EFJ og samstarfssamtök þeirra að blaðamönnum verði gert ómögulegt að vernda heimildarmenn sína og sinna lýðræðislegu aðhaldshlutverki sínu. Evrópulþingið sem um þessar mundir situr í Strassborg, mun greiða atkvæði um endurskoðunina í næstu viku. Sjá einnig hér
Lesa meira
Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg

Netfréttamiðill ábyrgur fyrir ummælum í athugasemdakerfi

Vilhjálmur H Vilhjálmsson vekur athygli á því í pistli á heimasíðu sinni í gær að samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómtóls Evrópu (MDE) samrýmist það tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að netfréttamiðill sé dæmdur ábyrgur fyrir meiðandi ummælum lesenda í athugasemdakerfi netfréttamiðilsins. Sjá umfjöllun Vilhjálms hér Sjá dóminn hér
Lesa meira
Ricardo Gutiérrez

Vill fjölbreytni í fjölmiðlana

Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri Evrópusambands blaðamanna (EFJ), sagði í ræðu á ráðstefnu um fjölmiðla sem Evrópusambandið stóð fyrir í upphafi vikunnar, að eigendur og stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja yrðu að fjárfesta í fjölbreytni í þjálfun blaðamanna og að ráð inn á ritstjórnir blaðamenn sem sem fjölbreyttastan bakgrunn. „Fjölmiðlar endurspegla ekki lengur vaxandi fjölbreytni samfélagsins. Fyrir blaðamenn, sem eiga að upplýsa og tjá fjölbreytni í allri sinni breidd, þá er það siðferðileg skylda að segja frá margbreytileikanum án fordóma gagnvart uppruna, kyni, trúarbrögðun eða einhverjum líkamlegum einkennum. Stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, sem standa iðulega frammi fyrir minnkandi lestri og/eða áhorfi, hljóta að gera sér grein fyrir því að það er efnahagslega hagkvæmt fyrir þá að endurspegla fjölbreytnina. Fjölmiðlar hafa ekki lengur efni á því að hunsa tiltekna hluta samfélagsins.“ Sjá einnig hér
Lesa meira
Vilja Sþ til hjálpar blaðamönum í Sýrlandi

Vilja Sþ til hjálpar blaðamönum í Sýrlandi

Tvö blaðamannafélög í Frakklandi, sem bæði eru meðlimið í Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, kölluðu eftir því fyrir helgina að Sameinuðu þjóðirnar „gripu til allra ráða sem þau hafa til að fá fjóra franska blaðamenn sem eru í haldi í Sýrlandi látna lausa“. Félögin, SNJ og SNJ-CGT, hafa krafist þess að Ban Ki Moon aðalritari Sþ framfylgi sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd blaðamanna og ap endir verði buninn á refsileysi þeirra sem brjóta gegn þeim. Sjá einnig hér
Lesa meira