Erfiður rekstur margra fjölmiðla
Umtalsvert tap er hjá fimm af sjö fyrirtækjum í fölmiðlarekstri sem skila hafa ársreikningi fyrir síðasta ár, samkvæmt samantekt Óla Kristján Ármannssonar á visir.is. Aðeins 365 og Viðskiptablaðið skiluðu hagnaði en RÚV, Morgunblaðsins, Skjásins, DV og Fréttatímans voru rekin með tapi. Þar af eru DV og skjárinn með neikvæða eiginfjárstöðu.
Tap miðlanna er mismunandi mikið og er tap Skjásins mest eða tæpar 165 milljónir króna. Næstmest er tapið hjá RÚV eða 85,4 milljónir og DV tapaði 65,2 milljónum króna.
Sjá nánar hér
30.10.2013
Lesa meira