- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
SkjárEinn sigraði á fjölmiðlamótinu í knattsprnu semhaldið var í Víkurhvarfi í gærkvöldi. SkjárEinn sigraði DV í úrslitaleik. DV fékk því silfur en Sport TV fékk bronsið eftir að hafa unnið mbl.is í leik 3.sætið.
Á facebooksíðu sini segir hinn margreyndi íþróttafréttamaður og Víðir Sigurðsson svo frá uplifun sinni hugleiðingum eftir mótið í gær:
......að vanda stjórnaði Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands því (fjölmiðlamótinu) af stakri snilld. Hann á miklar þakkir skildar fyrir að halda þessum skemmtilega viðburði gangandi frá ári til árs. Árvakur sendi lang-fjölmennustu sveitina, þrjú af þeim tíu liðum sem tóku þátt, sem sagt Morgunblaðið, mbl.is og Áttuna. Við þessir eldri og reyndari lékum fyrir hönd Morgunblaðsins en þeir ungu og spræku voru í liði mbl.is sem varð að láta sér fjórða sætið duga. Skjár 1 vann, DV varð í öðru sæti og Sporttv í þriðja. Við enduðum frekar neðarlega, Áttan eitthvað ofar....! Ég spilaði á mótinu þegar það fór í fyrsta skipti fram árið 1988 og vann það oft með DV og síðan Mogganum, en nú er sigurinn fólginn í því að vera með einu sinni enn. Held að ég hafi verið aldursforseti mótsins, og Guðmundur Hilmarsson vinur minn og samstarfsmaður í bráðum 27 ár næstur þar á eftir. Margir í sigurliðinu í kvöld, og margir þátttakenda, voru ekki fæddir þegar við unnum fyrsta mótið!