Forsætisráðherra segir að lögreglan verði að vera meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir sem beinast gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reiðir enn til höggs gegn blaðamönnum í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Hann víkur meðal annars að ályktun sem Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna stóðu saman að í febrúar í tengslum við ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi Eystra að kalla fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna skrifa um skæruliðadeild Samherja.
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, fjallar í ítarlegri grein í dag um rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur honum og fleiri blaðamönnum.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, birtir í dag grein um „rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum, umfjöllun fjölmiðla um hana, aðkomu stjórnmálamanna og það sem gögn málsins sýna að átt hafi sér stað“.
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir ríkisútgjöldum til fjölmiðlunar uppá 5,8 milljarða króna. Stærstur hluti þess fjár fer í rekstur RÚV.
Hin árlega sýning úrvalsljósmynda blaðaljósmyndara frá öllum heiminum var opnuð í Kringlunni í gær, fimmtudag. Hún stendur yfir til og með 28. september.
Dómstóll í Moskvu úrskurðaði í dag, mánudag, að svipta skyldi dagblaðið Novaja Gazeta útgáfuleyfi. Novaja Gazeta er einn af síðustu fjölmiðlum Rússlands sem hefur reynt að halda í sjálfstæða ritstjórnarstefnu.