- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á sýningunni gefur að líta þær ljósmyndir sem dómnefnd fréttaljósmyndakeppninnar World Press Photo Contest valdi úr 64.820 innsendum myndum eftir 4.066 ljósmyndara frá 130 löndum. Þetta er í 65. sinn sem sýningin er haldin, en hún er farandsýning og hefur viðdvöl hér á Íslandi fram til 28. september.
Dómnefndin veitti að þessu sinni 44 ljósmyndurum verðlaun í 8 efnisflokkum og koma verðlaunahafar frá 24 löndum.
World Press Photo eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi árið 1955. Meginmarkmið þeirra er styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Í gegnum tíðina hefur World Press Photo byggt upp sjálfstæðan vettvang fyrir fréttaljósmyndun og frjálsa upplýsingamiðlun. Til að gera markmið sín að veruleika stendur World Press Photo fyrir stærstu og veglegustu samkeppni heims á sviði fréttaljósmynda á hverju ári. Vinningsmyndunum er safnað saman í farandsýningu sem árlega nær til borga í yfir 30 löndum.
World Press Photo hefur í mörg ár verið sýnd í Kringlunni og vekur jafnan mikla athygli. Við hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku og ensku.