Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?

Hádegisfundur miðvikudaginn 8. maí kl. 12-14 
á Grand hóteli


„Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?“

Twitter umræður: @SkyIceland #islenska

Skráningarform

Sprenging er að verða í efni og lausnum sem Íslendingar hafa aðgang að á netinu.  Það er sífellt stærri ögrun að íslenska allt þetta efni. Fleiri þjóðir og tungumálasvæði standa frami fyrir sama verkefni.

Á Íslandi er hópur einstaklinga sem hefur látið sig mál þetta varða. Á hádegisfundi Ský munum við fá innsýn í verkefni og verkfæri sem gerð hafa verið til að auðvelda okkur það að eiga samskipti við tölvur á íslensku. 

Á fundinum verður leitast við að gefa yfirlit yfir íslensk máltækniverkefni.

Einnig verður 5. útgáfa Tölvuorðasafns Orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands opnað formlega á fundinum.

Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á þýðingum, varðveislu íslenskrar tungu og samskiptum manns og tölvu.

Dagskrá:

11:45-12:00  Afhending ráðstefnugagna

12:00-12:20  Fundur settur – matur borinn fram

12:15-12:40  Ávarp og formleg opnun 5. útgáfu Tölvuorðasafns

Kynning á 5. útgáfu Tölvuorðasafnsins
Sigrún Helgadóttir, orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands

Kveðja til orðanefndar
Sigrún Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Ský

12:40-13:00  Settu ríplætúol á meilið og séséaðu á mig
                      Eða gætum við kannski talað um tölvur á íslensku?
                      Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd

13:00-13:20  Opin málföng í þágu fyrirtækja og almennings
                      Eiríkur Rögnvaldsson, Háskóla Íslands

13:20-13:40  Talgreining á íslensku – hvað þarf til?
                      Jón Guðnason, Háskólanum í Reykjavík

13:40-14:00  Hvaða þýðingu hefur máltækni fyrir atvinnulífið
                      Garðar Þ. Guðgeirsson, Tryggingamiðstöðinni

14:00 Fundi slitið

Fundarstjóri: Hjörtur Grétarsson, stjórn Ský

Matseðill: Hunangsgljáð kalkúnabringa með ávaxta- og ostafyllingu, rauðlauks confit og supremesósu.
Kaffi/te og konfekt á eftir.

Verð fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir fólk utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.