- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sama dag og kínverskir blaðamenn fréttu að New York Times hefði fengið Pulizerverðlaun fyrir umfjöllun um fyrrum leiðtoga Kína, Wen Jiabao og hvernig hann og fjölskylda hans rökuðu saman auði á valdatíma hans, var blaðamönnunum tilkynnt um að kínverska Fjölmiðlaeftirlitið hefði bannað þeim að greina frá því sem fjallað er um í erlendum fréttamiðlum. Engin fjölmiðlagátt hefur heimild til að nota erlendt fréttaefni sem ekki hefur verið samþykkt af þar til bærum stjórnvöldum, segir í tilkynningu frá Fjölmiðlaeftirlitinu. Þá er ekki heldur heimilt að birta upplýsingar frá fréttariturum, lausamönnum, áhugasamtökum eða fyrirtækjum erlendis, nema að fyrirfram fengnu leyfi.