- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðasamband blaðamanna,IFJ, hefur fordæmt morðið á egypska blaðamanninum Salah Eddin Hassan í mótmælum í Port Said sl. föstudag. Hassan sem var 38 ára vann fyrir staðarblaðið Shaab Misr. Hann var drepinn með heimatilbúinni sprengju þegar hann var að dekka mótmælin gegn Muhamed Morsi forseta.
Við hörmum dauða kollega okkar sem var drepinn í fullkomnu tilgangsleysi þegar hann var að uppfylla faglegar skyldur sínar sem blaðamaður, segir Jim Boumelha forseti IFJ. Hann segir ennfremur: Hassan, sem skilur eftir sig konu og tvö börn, var staðfastur blaðamaður, sem var á staðnum til að greina frá mótmælunum. Þeir sem eru ábyrgir fyrir dauða hans verða að mæta réttvísinni og standa ábyrgir gerða sinna.
Alþjóðasambandið hefur hvatt blaðamenn sem starfa í Egyptalandi til að sýna sérstaka varkárni í störfum sínum. Við höfum vaxandi áhyggjur af miklu ofbeldi í Egyptalandi, sagði Boumelha.