- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Tveimur árum eftir að fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoch kom fram fyrir almenning og talaði af auðmýkt um þátt fyrirtækisins í símahlerun hjá unglngsstúlkunni Milly Dowler sem hafði verið myrt, hafa nú verið birtar hleranir eða leynilegar upptökur af hneykslanlegum ummælum Murdochs sjálfs. Á fundum sem hann hefur átt með starfsmönnum ýmissa fjölmiðla sinna er tónninn hj´ahonum allt annað en auðmjúkur varðandi hneykslismálin sem fyritæki hans hafa flækst í. Hann talar þar um vanhæfi lögreglu og pólitískar ofsóknir frá hægri og frá vinstri gegn fyrirtækinu og gefur til kynna að vel komi til greina að ná fram einhvers konar hefndum. Fleiri en ein upptaka mun vera til af þessu en í gær voru birtar útskriftir af þessum upptökum í heild sinni í Exaro News.