- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Danmerkur (DJ) hefur tekið 30 sýrlenska blaðamenn inn sem meðlimi í Blaðamannafélaginu. Þessir blaðamenn eru allir teknir inn sem sérstakur hópur sem við viljum lýsa stuðningi við. Þeir munu ekki þurfa að borga félagsgjöld til DJ, en þeir munu heldur ekki fá fréttabréf eða ráðgjöf frá félaginu, segir Eva Jakobsen. Hún bendir á að þessi stuðningur muni ekki koma niður á þjónustu við starfandi blaðamenn í Danmörku, en hins vegar veiti þetta sýrlensku blaðamönnunum mikið hagræði þar sem þá geta þeir fengið alþjóðleg blaðamannaskýrteini sem auðveldi þeim alla vinnu. Blaðamennirnir frá Sýrlandi starfa allir við útlæga útvarpsstöð sem er óháð deiluaðilum í landinu og senda þeir út frá París í gegnum gervihnött og netið.
Sjá einnig hér