- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Sigurður Már Jónsson, varaformaður stjórnar Blaðamannafélags Íslands, hefur óskað eftir að verða leystur undan ábyrgðastörfum hjá félaginu. Í bréfi sem hann hefur ritað formanni BÍ kemur fram að hann telji að það fari ekki saman að gegna starfi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og sitja í stjórn BÍ. Í bréfinu segir Sigurður:
"Vegna breytinga á mínum högum óska ég eftir að vera leystur undan ábyrgðarstörfum hjá Blaðamannafélagi Íslands. Það hefur verið mér mikil ánægja að starfa á þessum vettvangi og ég vill fá að þakka núverandi stjórn fyrir samstarfi. Einnig vill ég fá að þakka sérstaklega Hjálmari Jónssyni, formanni félagsins, fyrir sérlega ánægjulegt samstarf síðustu ár. Ég mun áfram verða félagi í BÍ og vonast til að geta snúið aftur á vettvang félagsins síðar meir.
Blaðamannafélag Íslands þakkar Sigurði fyrir árangursrík störf hans í þágu félagsins á liðnum árum og heilladrjúgt samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi