Vettvangsblaðamennskuverðlaun

Stefanus Teguh Edi Pramono blaðamaður við Tempo fjölmiðlasamsteypuna
Stefanus Teguh Edi Pramono blaðamaður við Tempo fjölmiðlasamsteypuna

Um allan heim eru blaðamenn að vinna hættulega en um leið vandaða vinnu í nafni faglegrar blaðamennsku. Stefanus Teguh Edi Pramono blaðamaður við Tempo fjölmiðlasamsteypuna í Indónesíu er handhafi verðlauna fyrir vettvangsblaðamennsku sem Agence France-Presse veita og eru kennd við blaðamanninn Kate Webb. Verðlaunin fær hann fyrir dekkun sína á afleiðingum stríðsins í Sýrlandi og fyrir rannsóknarblaðamennsku á fíkniefnaviðskiptum í Jakarta. „ Ekki einvörðungu eru þessi verðlaun það sem ég er stoltastur af á mínum ferli heldur hvetja þau mig líka til að líkjast sem mest Kate Webb sem var harðskeyttur blaðamaður sem vann ótrúleg afrek,“ segir Stefanus.

Sjá meira hér