- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) ásamt Evrópusambandi blaðamanna(EFJ) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirhuguð stofnun nýs ríkisútvarps í Grikklandi er gangnrýnd. Þessi áform eru sögð alls ófullnægjandi og fullyrt að fjölmargir blaðamenn muni missa vinnuna og að fjölmiðillinn muni aldrei ná máli og miðast við Aþenu og næsta nágrenni en ekki verða sannur landsmiðill. Grísk stjórnvöld hafa boðað stofnun nýs ríkisútvarps, NERIT, í mars næstkomandi og að þar muni aðeins starfa 132 starfsmenn. Alþjóðlegu blaðamannasamtökin segja að greinilegt sé að lágmarks útgerð af þessu tagi muni aldrei ná að þjóna því aðhalds og gæðahlutverki sem ríkisútvarp þarf að gera til að viðhalda fjölbreytini á markaði og auk þess sé ástæða til að efast um möguleika slíkrar stofnunar itl að vera sjálfstæð.
Sjá meira hér