- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Áhorfendur Fox News sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum eru miklu íhaldssamari en áhorfendur helstu keppinauta þeirra, CNN og MSNBC. Þannig segjast aðeins 10% áhorfenda stöðvarinnar vera frjálslyndir, um 23% vera miðjusinnaðir og 60% segjast íhaldssamir. Þetta kemur fram á síðu Pew Research Center og byggir á könnun frá 2012.
Ekki munu vera til sambærilegar tölur fyrir Ísland en þó má benda á nýlega grein í Stjórnmálum og stjórnsýslu þar sem viðhorf stjórnmálamanna til íslenskra fjölmiðla voru kortlögð. Þar kemur fram að það fer eftir því hvar í flokki stjórnmálamenn standa hvort þeir telja hina ýmsu miðla halla til hægri eða vinstri eða hvort þeir eru hlutlausir í fréttaumfjöllunum sínum eða ekki. Í meðfylgjandi töflu má sjá einkunnir sem frambjóðendur í síðustu Alþingiskosningum gáfu fjölmiðlum á fimm þrepa mælikvarða þar sem einkunnin 1= alveg hlutlaus og einkunnin 5= mjög hlutdrægur. Eins og sjá má í neðstu línu töflunnar er RÚV talið minnst hlutdrægt en Morgunblaðið hlutdrægast. Breytileikinn er hins vegar umtalsverður eftir flokkum.