- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Almennur fundur um blaðamennsku á átakasvæðum verður haldinn í stofu 132 í Öskju í Öskju, HÍ föstudaginn 14. febrúar. Störf fréttafólks er hvergi jafn hættulegt og á svæðum ófriðar, átaka og veikra lýðræðislegra stoða. Á fundinum munu þrír blaðamenn, sem allir hafa starfað á átakasvæðum fara með stutta tölu. Þeir Fahad Shah frá Kasmír, Jasmin Rexhepi frá Kosovo og Mazen Maaroof frá Líbanon munu fjalla um eigin reynslu og áskoranir sem þeir og aðrir blaðamenn á ófriðarsvæðum horfast í augu við. Þeir munu ræða ástand mála í heimalandi sínu og tengja það við hlutverk og störf blaðamanna . Fundaboðendur eru: Blaðamannafélag Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Alþjóðamálastofnun, Meistaranám í blaða- og fréttamennsku, Miðstöð Rannsóknarblaðamennsku, Nýlistasafnið, DV, Reykjavík vikublað og Grapevine.
Í þættinum Sjónmál á Rás 1 var í gær rætt við Auði Ingólfsdóttur lektor í alþjóðastjórnmálum á Bifröst um stöðu fjölmiðla og þær hættur sem steðja að fjölmiðlamönnum meðal annars á átakasvæðum í norður Afríku. Viðtalið byrjar á 01:07 Sjá hér