- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmiðlafyrirtækið danska, Berlinske Media, hefur nú skipt um eiganda, en fjölskyldufyrirtækið og útgáfurisinn frá Belgíu, De Pergroep, hefur keypt fyrirtækið af breska fyrirtækinu Mecom Group sem átt hefur Belinske frá 2006. Samhliða kaupir De Pergroep annað stórt fjölmiðlafyrirtæki af Mecom, en það er hollenska fyrirtækið Wegener. Þar með á Mecom, sem verið hefur stór spilari á fjölmiðlamarkaði undanfarin ár, aðeins eitt fölmiðlafyrirtæki eftir, Media Groep Limburg. Fréttir herma að til standi að selja það fyrirtæki líka og þar með hverfur Mecom af þessu sviði.
Kaupverð Berlinske er rúmlega 1,8 milljónir danskra króna og fylgir öll starfsemi fyrirtækisins með í kaupunum.