- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Íslenskum blaðamönnum stendur nú til boða að taka þátt í Matsterclass um rannsóknarblaðamennsku, sem boðinn er af Norræna blaðamannaskólanum í Árósum og Network, en námskeiðið er sérstaklega stílað upp á blaðamenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Lögð er áherala á aðferðir og vinnubrögð í rannsóknarblaðamennsku og hvernig hægt er að tengjast sívaxandi tengslaneti rannsóknarblaðamanna. Námskeiðið mun fara fram um mánaðarmótin ágúst/september í Reykjavík en seinni hluti þess verður í október í Lillehammer í Noregi. Félagar í BÍ eru minntir á möguleika sem þeir hafa á að sækja um styrki fyrir hluta af kostnaði í Endurmenntunarsjóð.