- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Lúxemborg að ákæra franska blaðamanninn Édouard Perrin fyrir að birta trúnaðarupplýsingar frá endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCooper (PwC) um skattasamninga sem fjölþjóðafyrirtæki gerðu þar í landi, upplýsingar sem þekktar eru undir nafninu Luxleaks. Málið er mjög sérstakt og minnir á umkvartanir og umræðu hér á landi árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið sendi saksóknara mál fimm blaðamanna á þeirri forsendu að þeim væri óheimilt að birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings sem lekið hafði til þeirra. Samkvæmt ákærunni á hendur Perrin er honum gefið að sök að hafa verið meðhöfundur ef ekki vitorðsmaður í leka frá fyrrum starfsmönnum PwC. Ricardo Gutierrez framkvæmdastjóri EFJ segir það skammarlegt að stjórnvöld í Luxemborg skulu elta uppi blaðamann fyrir að gera skyldu sína sem sé að birta upplýsingar sem þjóni almannahagsmunum.
Sjá einnig hér