- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Um helmingur norskra blaðamanna ber mikið traust til fjölmiðla þar í landi og ef teknir eru saman þeir blaðamenn sem hafa nokkuð traust og mikið traust þá kemur í ljós að um 95% blaðamanna ber traust til fjölmiðlanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fjölmiðlakönnun 2015 sem kynt var á dögunum og byggir á svörum frá 738 blaðamönnum. Þegar blaðamenn eru spurðir um hvaða fjölmiðlagáttir þeir nýta sér mest og þjóni best áhuga þeirra og þörfum kemur í ljóa að flestir segja að prentmiðlar eða um 37% en fast á eftir koma netmiðlar með 33% blaðamanna sem nefna þá og þá ljósvakamiðlar en 25% nefna þá.