- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Miðað við reynsluna af kosningunum 2013 virðist tilkoma nýmiðla og sú sprenging sem varð í fjölda fjölmiðlagátta með tilkomu stafrænnar tækni ekki hafa orðið til að valdefla til muna þá sem hallari fæti stóðu varðandi pólitíska boðmiðlun á Íslandi og jafna aðstöðumun milli framboða. Þetta er meðal niðurstaðna sem Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri kemst að í gein sem hann kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ fyrir helgina. Þar byggir hann á könnun sem hann gerði meðal frambjóðenda á fjölmiðlanoktkun þeirra fyrir alþingiskosningarnar síðast liðið vor. Í ljós kom að allir flokkar, bæði fjórflokkurinn og ný framboð nota nýmiðla (netsíður og samfélagsmiðla) í ríkum mæli og er ekki hægt að sjá mikinn mun á notkun þessarar tegundar miðla eftir því hvort um ný eða gömul framboð er að ræða. Tilkoma nýmiðla hefur hins vegar gert fjöpmiðlaumhverfið flóknara og erfiðara fyrir þá sem hafa takmarkaðar bjargir og reynslu að búa til þær heilsteyptu og samþættu áætlanir sem þarf til að ná árangri í pólitískri boðmiðlun. Því sé varla hægt að tala um að nýmiðlar eða samfélagsmiðlar, þar sem formlegt aðgengi er vissulega nokkuð jafnt og margfalt auðveldara (og ódýrara) en á hefðbundnum miðlum , hafi jafnað möguleika framboða til kynningar fyrir kosningar.
Facebook er lang mest notaði miðillinn af frambjóðendum og mikilvægi hans er metið mikið. Hins vegar er mikilvægi ýmissa hefðbundinna miðla, einkum sjónvarps, einnig talið mikið þó þeir séu ekki notaðir nema að litlu leyti. Skýring á því ræðst að öllum líkindum af erfiðara aðgengi að slíkum miðlum.