- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mikil óánægja og kurr er nú kominn upp innan Alþjóða blaðamannasambandsins IFJ, og hafa tvö þýsk félög blaðamanna fengið lögmenn til að rannsaka fyrir sig hugsanlegt kosningasvindl í samtökunum, en kanadískt félag sagði sig úr sambandinu fyrr á árinu. Félag frá Uruquay sagði sig síðan úr sambandinu nú í september og Blaðamannafélag Noregs mun taka ákvörðun nú í lok mánaðarins um hvort það segir sig úr sambandinu líka. Mikil óánægja og gagnrýni hefur komið fram á foseta samtakanna, Jim Boumelha, frá blaðamannafélögum á Norðurlöndum og segir t.d. Thomas Spence formaður Blaðamannafélags Noregs að samtökin séu ógagnsæ og hindri aðgang að mikilvægum skjölum og upplýsingum. Það sé komið eitur inn í kerfið, misklíð einkenni bæði samskipti milli einstaklinga og landa. Fjallað er um málið á vef danska Blaðamannsins: