- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands fer fram 8. apríl kl. 20:00 í húsakynnum félagsins við Síðumúla 23.
Kjörnefnd BÍ óskar eftir framboðum í ýmsar stjórnir og nefndir.
Hægt er að bjóða sig fram til setu í eftirfarandi stjórnum og nefndum:
Aðalstjórn BÍ (aðal- og varamenn til eins eða tveggja ára)*
Stjórn Menningarsjóðs BÍ, Orlofsheimilasjóðs og Endurmenntunarsjóðs (aðal- og varamenn til eins árs)
Stjórn Styrktarsjóðs BÍ (aðal- og varamenn til eins árs)
Siðanefnd BÍ (aðal- og varamenn til eins árs)
Dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna (aðal- og varamenn til eins árs)
Kjörnefnd (aðal- og varamenn til eins árs)
Samningaráð (aðal- og varamenn til eins árs)
Skoðunarmenn reikninga (aðal- og varamenn til eins árs)
Félagsfólk hefur nú tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu og áhugaverðu starfi félagsins og hafa áhrif á framtíð fjölmiðla og blaðamanna á Íslandi. Þau sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru hvött til að láta vita af sér fyrir lok 23. mars með því að senda tölvupóst á press@press.is. Frekari upplýsingar um stjórnir og önnur embætti er að finna hér.
Kjörnefnd leitast við að tryggja að tilnefningar endurspegli fjölbreytni m.a. hvað varðar fjölmiðla, störf og kyn. Öllum félögum BÍ er auk þess heimilt að bjóða sig fram til annarra embætta en formanns á sjálfum fundinum.
*Formaður BÍ var endurkjörinn á aðalfundi félagsins 2024 til tveggja ára