Jöfnunarstyrkur fyrir félagsfólk af landsbyggðinni

Félagsfólk utan höfuðborgarsvæðisins getur nú sótt um sérstakan jöfnunarstyrk til að sækja viðburð eða námskeið á vegum BÍ einu sinni á ári sem ætlað er að niðurgreiða ferða- og gistikostnað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sbr. hér að neðan. Um tilraunaverkefni er að ræða og því áskilur stjórn Endurmenntunarsjóðs sér að gera breytingar á skilyrðum eða upphæðum. Athugið að styrkupphæð verður ekki dregin af hámarksupphæð sem hægt er að sækja um í Endurmenntunarsjóð.

Endurgreiddur ferðakostnaður að hámarki:

  1. 150 - 350 km kr. 6.000.-
  2. 351 - 500 km kr. 12.000.-
  3. 501-1000 km kr. 24.500.-
  4. 1001-1500 km kr. 37.000.-
  5. Vestmannaeyjar kr. 9000 - (km gjald + miði í Herjólfi)

Endurgreiddur gistikostnaður að hámarki:

  1. 10 - 200 km kr. 0.-
  2. 200 - 1500 km kr. 23.000.- per nótt (greitt er fyrir allt að tvær nætur)

Kostnaður samtals:

Aldrei er greitt meira en samtals 85.000kr þ.e. fyrir hámarks vegalengd og gistingu í tvær nætur.

Skilyrði fyrir jöfnunarstyrk

  • Félagsmaður hefur greitt iðgjald í Endurmenntunarsjóð BÍ í a.m.k. sex mánuði
  • Félagsmaður er að sækja viðburð á vegum BÍ
  • Félagsmaður skilar inn greiðslukvittunum fyrir gistingu og flugi (ef keyrt er miðað við km gjald hér að ofan og þarf ekki að skila gögnum sérstaklega. Aldrei er greidd hærri upphæð fyrir flugi en hámarks ferðakostnað miðað við km.)
  • Félagsmaður sækir um endurgreiðslu á ferðakostnaði með því að senda umsókn með upplýsingum um hvaða viðburð eða námskeið félagsmaður sótti auk greiðslukvittana á bi@press.is