Samkomulag um hamfarapassa framlengt

Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna á hamfaratímum við upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga. Blaðamannafélag Íslands og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa endurnýjað samkomulag sitt um bætt aðgengi fréttamiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesskaga. BÍ sér um útgáfu passa til fréttamiðla og sjálfstætt starfandi blaðamanna ((blaðamenn, ljósmyndara og myndatökumenn) sem vinna við fréttaöflun fyrir fréttamiðla.

Samkvæmt nýju samkomulagi eru hamfarapassar nú einungis gefnir út í þrjá mánuði í senn til sjálfstætt starfandi og endurnýja þarf því umsóknina á þriggja mánaða fresti. Nauðsynlegt er að skila inn nýrri staðfestingu frá fréttamiðli með hverri umsókn.