- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hvað: Námskeið fyrir stjórnendur eða verðandi stjórnendur
Hvenær: Þriðjudag, 20. maí frá 9:00 - 12:00
Kennari: Jón Halldórsson, þjálfari og eigandi KVAN
Staðsetning: Húsnæði BÍ, Síðumúli 23
Leiðtogar eru mikilvægir í öllum hópum, hvort sem um er að ræða vinnustaði, íþróttalið eða aðra hópa. Leiðtogar geta verið bæði jákvæðir og neikvæðir og hafa neikvæðir leiðtogar slæm áhrif á aðra, sig sjálfa, ásamt því að geta haft neikvæð áhrif á andann í þeim hópum sem þeir tilheyra. Að sama skapi hafa jákvæðir leiðtogar góð áhrif á aðra, sig sjálfa og andann í hópnum.
Farið verður yfir hvernig unnt sé að stuðla að sterkari liðsheild á vinnustöðum og hvernig við getum sett markmið hópsins fram á þann hátt að öll séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að ná árangri. Skoðuð verða nokkur raundæmi um hópa sem hafa náð miklum árangri og veltum fyrir okkur hverjir lykilþættirnir eru í þessum hópum.
Á námskeiðinu er áhersla lögð á það hvernig hægt sé að hjálpa stjórnendum að virkja jákvæða leiðtogahæfileika í krefjandi starfsumhverfi og skapa sterka liðsheild til hagsbóta fyrir starfsmenn, stjórnendur og fyrirtækið.
Boðið verður upp á léttan morgunverð.
Námskeiðið er félagsfólki með stéttarfélagsaðild (sjóðfélagar í Endurmenntunarsjóði) að kostnaðarlausu. Félagsfólk með lausamannaaðild greiðir 9.900kr fyrir námskeiðið en bent er á að hægt er að sækja um endurgreiðslu helmings kostnaðar hér.*
Skráning fer fram hér.
*Félagar á atvinnuleysisskrá sem vilja bæta við sig þekkingu fá einnig frítt á námskeiðið.