- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Vilhjálmur fæddist í Reykjavík. Faðir hans var Þorsteinn Gíslason sem kemur mjög við sögu íslenskrar blaðamennsku rétt fyrir og upp úr aldamótunum 1900. Vilhjálmur varð stúdent 1917 og lauk meistaraprófi í norrænum fræðum sex árum síðar, en hélt þá utan til frekara náms. Vilhjálmur starfaði við blöð föður síns um tíma og við fréttamennsku og dagskrárgerð í útvarpinu við upphaf þess. Hann var lengi skólastjóri Verzlunarskóla Íslands áður en hann varð útvarpsstjóri árið 1953 og gegndi því starfi allt til ársloka 1967. Hann var útvarpsstjóri þegar sjónvarp hóf göngu sína hér á landi árið 1966. Vilhjámur var formaður Blaðamannafélags Íslands Alþingishátíðarárið 1930 og fór þá fyrir hópi íslenskra blaðamanna sem annaðist móttöku erlendra fréttamanna sem sóttu hátíðahöldin. Hann er höfundur ritsins Blöð og blaðamenn 1733 til 1944.