- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Vilborg stundaði skrifstofustörf í Reykjavík ásamt námi 1955–1956 og 1958–1959. Hún fékkst við blaðamennsku hjá World Student News, Prag, 1957. Hún var blaðamaður við Þjóðviljann með hléum 1960–1979 og fréttastjóri þar 1979–1981. Þá var hún kennari við háskólann í Greifswald 1962, á gagnfræðastigi í Reykjavík 1962–1963 og 1971–1972 og annaðist blaðamennskunámskeið í Tómstundaskólanum 1986–1992. Hún vann hjá sjónvarpi veturinn 1973–1974, var ritstjóri Norðurlands á Akureyri 1976–1977 og 1978. Þá var hún kynningar- og útgáfustjóri Iðntæknistofnunar 1981–1988, skólastjóri Tómstundaskólans 1988–1992 og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda um tíma.
Vilborg var ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans (1974–1975), jafnréttissíðu Þjóðviljans (1973–1976), Norðurlands (1976–1977, 1978) eins og áður segir, Fréttabréfs Iðntæknistofnunar, Púlsins (1983–1988) og Íslenskra bókatíðinda (1993–1995).
Vilborg var ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar og hún sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið 1975–1976. Hún var móðir Marðar Árnasonar fyrrv. blaðamanns, alþingismanns og íslenskufræðings.
https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=585
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/684185/