- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Valdimar Hergils fæddist 28. júlí. Foreldrar hans voru dr. Jóhannes Björnsson læknir og Guðrún V. Erlendsdóttir. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar Háskóla Íslands.
Hann réðst til starfa á Vísi 1967 og í minningum sínum sínum á jonas.is segir Jónas Kristjánsson heitinn ritstjóri svo um Valdimar:
„Valdimar Jóhannesson blaðamaður varð ritstjórnarfulltrúi 1. janúar 1968. Hann var einstaklega hæfur, hvort sem var við skrif eða stjórn. Ég þekki engan mann höfðingdjarfari en Valdimar. Hann miklaði ekki fyrir sér ráðherra eða aðra stórbokka og hafði hvaðeina upp úr hverjum, sem blaðið þurfti. Með Jón Birgi og Valdimar mér við hlið fannst mér Vísi vera allir vegir færir. Valdimar var samt dýr í rekstri, hætti 9. ágúst 1973 og leitaði grænni haga í rekstri tízkuverzlana og síðar í fasteignasölu. Ég er sannfærður um, að hann hefði náð lengra í fjölmiðlun, ef hann hefði haldið þar áfram.“
Eins og Jónas segir hefur Valdimar jafnan verið óhræddur við að taka stóra slagi, stefndi t.a.m. Glitni fyrir að hafa misfarið með ellilaunasjóð sinn, hefur gengið fram fyrir skjöldu í andstöðu í margs konar málefnum. Þekktastur er hann þó fyrir að hafa haft sigur í kvótamálinu svonefnda með hæstaréttardómi sem jafnan er kenndur við hann, Valdimarsdóminum. Í seinni tíð hefur Valdimar varað mjög við útbreiðslu íslamstrúar hér á landi og byggingu mosku í Reykjavík.
https://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/
http://www.jonas.is/kennsla/1966-1967-vard-ritstjori-visis/
https://notendur.hi.is/gylfason/ValdimarHaestarettarmal.pdf