- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Unnar fæddist í Neskaupstað 20. apríl. Foreldrar hans voru Stefán Jóhann Guðmundsson húsasmíðameistari og eiginkona hans, Elín Guðjónsdóttir húsmóðir. Hann fluttist til Hveragerðis á öðru ári og ólst þar upp. Hann tók stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1954 og viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands 1959. Sama haust hóf hann störf hjá Bjargráðasjóði og nokkru síðar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem hann starfaði allt til starfsloka. Á félagaskrá Blaðamannafélags Íslands frá 1959 er Unnar nr. 49 á skránni, en hann mun hafa starfað á Alþýðublaðinu með námi. Frá árinu 1964-2002 var Unnar ritstjóri tímaritsins Sveitarstjórnarmála. Unnar Stefánsson er bróðir Árna Stefánssonar sem getið er í þessu yfirliti og er í drögum þeim að blaðamannatali sem verið var að taka saman á sjötta áratug síðustu aldar. Unnar er faðir Kristjáns Más, fréttamanns á Stöðvar 2.