- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Tómas fæddist í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og hóf nám í lögfræði við Háskóla Íslands, en hætti. Hann lauk prófi í forspjallsvísindum árið 1954 og stundaði síðar nám í alþjóðasamskiptum við Lundúna-háskóla á árunum 1965-1966. Tómas varð blaðamaður við Tímann árið 1959 og var fréttastjóri frá 1960-1961, fulltrúi ritstjórnar á árunum 1961-1969 og ritstjóri árið 1970-1974. Hann var skipaður fulltrúi í utanríkisþjónustunni árið 1974 og deildarstjóri upplýsinga- og menntadeildar utanríkisráðuneytisins árið 1981. Gegndi hann því starfi þar til hann hætti vegna heilsubrests. Tómas var varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum 19741978 og hjá Alþjóðastofnunum í Genf 1978. Hann sat í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og var formaður félagsins um tíma, auk þess sem hann átti sæti í fulltrúaráði framsóknarfélaga í Reykjavík. Hann var formaður Blaðamannafélags Íslands 1966-1967, sat í útvarpsráði á árunum 1971-1974 og var varaþingmaður í Reykjavík á árunum 1967-1974.