- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þorsteinn fæddist á Stærra-Árskógi við Eyjafjörð, en ólst upp á Austurlandi, lengst af á Kirkjubæ í Hróarstungu, eða uns hann varð fulltíða. Hann var efnalítill og lauk ekki stúdentsprófi fyrr en hálfþrítugur. Þá sigldi hann til náms í Kaupmannahöfn og lagði einkum stund á íslenska málfræði og bókmenntasögu, en hvarf frá námi 1896 og hélt heim aftur. Áður hafði hann keypt blaðið Sunnanfara sem gefið hafði verið út í Kaupmannahöfn um skeið og hóf útgáfu blaðsins í Reykjavík. Með þeirri útgáfu blaðsins hér á landi hófst ritstjóraferill Þorsteins á blöðum og tímaritum, sem átti eftir að standa óslitið í rúmlega fjóra áratugi. Hann varð því mikill áhrifavaldur í íslenskri blaðamennsku sem ritstjóri Sunnanfara (1894-1898), Dagskrár (1896, með Einari Benediktssyni), Íslands (1897-1899), Bjarka (1899-1904, fyrst um sinn með Þorsteini Erlingssyni), Skírnis (1903), Óðins (1905-1936), Lögréttu (1906-1936) og Morgunblaðsins (1920-1924). Auk þess var hann ágætt skáld og mikilvirkur þýðandi eins og fleiri starfsbræður hans í blaðamannastétt.
Í fjölmiðlasögunni Nýjustu fréttir! segir Guðjón Friðriksson: „Þorsteinn Gíslason var kominn um sjötugt er hann hætti að gefa út blöð. Það hafði hann þá gert samfellt í 43 ár og aldrei gegnt öðrum föstum eða opinberum störfum. Hann var síðasti blaðakóngurinn á Íslandi. Eftir hans dag voru dagblöð og helstu dægurmálablöð gefin út af stjórnmálaflokkum eða félögum.“ Þorsteinn var faðir Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra og fyrrum formanns Blaðamannafélags Íslands, og afi Vilmundar Gylfasonar og einnig Þorsteins Gylfasonar, sem lengi var formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.
http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eorsteinn_G%C3%ADslason
http://www.icetones.se/textar/l/ljosid_loftin_fyllir.htm
https://www.press.is/static/files/bladamadurinn/bladamadur-desember-2014.pdf