- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þorleifur fæddist á Sólheimum í Svínavatnshreppi. Hann sigldi að loknu stúdentsprófi til háskólanáms í Kaupmannahöfn og lagði stund á lögfræði. Lauk hann prófi í forspjallsvísindum en varð að hverfa frá námi vegna veikinda Hann keypti Þjóðólf 1886 og var ritstjóri hans og eigandi um sex ára skeið, eða til ársins 1891. Lét hann þá af ritstjórn og seldi dr. Hannesi Þorsteinssyni blaðið. Þorleifur varð seinna póstmeistari í Reykjavík. Hann var faðir Jóns Leifs tónskálds.