- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Verðlaun
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þór fæddist 9. júní í Reykjavík, sonur Vilhjálms Þ. Gíslasonar, frv. útvarpsstjóra, og Ingileifar Oddnýjar Árnadóttur. Hann varð stúdent frá MR 1949, en stundaði síðan nám í hagfræði við St. Andrews University í Skotlandi 1949-1950. Hann varð cand.juris frá Háskóla Íslands 1957. Þór var við framhaldsnám í ríkisrétti við New York-háskóla sept.-des. 1958 og Kaupmannahafnar-háskóla jan.-júní 1959. Þór var blaðamaður við Morgunblaðið 1957-1958 og vorið 1959 og vann jafnhliða framhaldsnámi og störfum sem fréttamaður í þágu Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Blaðamennska átt hins vegar ekki eftir að verða hlutskipti Þórs heldur lögfræðin svo sem alkunna er. Hann varð borgardómari í Reykjavík, þá prófessor við Háskóla Íslands og síðan hæstaréttardómari 1976. Þá var hann kjörinn dómari í Mannréttindadómstóli Evrópu frá 1971 og gegndi því um árabil. Dóttir hans, Þórunn, var í allmörg ár blaðamaður við Morgunblaðið.